Lexverk veitir víðtæka ráðgjöf á sviði mygluvandamála og bættrar innivistar á fasteignum ásamt ástands-, sölu- og innivistarskoðunum.

Í hefðbundnum skoðunum er eign sjónskoðuð og rakaskimuð en einnig er notast við hitamyndavélar til að kanna hvort óeðlileg kuldaskil séu til staðar, virkni á gólfhita eða jafnvel leki úr lögnum. Ef grunur er um myglu eða örveruvöxt gæti verið talin ástæða fyrir sýnatöku úr bygginahluta eða ryksýni í nærliggjandi rýmum.

Niðurstöður skoðunar er skilað í minnisblaði þar sem fjallað erum ástand fasteigna og tillögur til úrbóta eru lagðar fram.